top of page
Lógó stjörnugrís.png

Um okkur

About
Þennan rekstur okkar má rekja allt aftur til fjórða áratugar síðustu aldar þ.e. um 1935 í bænum Eskihlíð A þar sem nú er Konukot.
Þegar byggðin síðan þrengdi að var reksturinn fluttur að Lundi í Kópavogi.  Og enn varð að flytja sig um set vegna stöðugt stækkandi byggðar.
Nú var flutt að Vallá á Kjalarnesi, þar sem við erum nú með  stærsta hluta okkar reksturs og höfum verið í næstum 50 ár.

Við erum með ungauppeldi í Sætúni og í Saltvík, og varphús í Brautarholti og að Vallá Við höfum átt velgengni að fagna, ekki hafa orðið stóráföll í rekstrinum og sú staðreynd gerir það að verkum að grunnur rekstrarins er sæmilega sterkur.
Framleidd eru brún egg að hluta en að stærstum hluta hvít. Við erum að sjálfsögðu á leið til breyttra búskaparhátta, þ.e. að leggja af búrahald og höfum nú rúm 60% í lausagöngu. Við höfum frest til 2021 til að ljúka við þær breytingar.

Ef tilfinningalegur þroski hænsnfugla nær lengra en að hafa nægt fóður vatn loft og varma, þá er þetta nýja fyrirkomulag dýravænna en að halda fuglana við þrengri aðstæður.
Eitthvað greinir menn á um þetta, þeir sem eru hallir undir búrahald, benda á að vanhöld eru minni í búrum en flokkum, sem spranga lausir um hús, hús palla og prik.
Hænsn eru grimm í eðli sínu og finna fljótt hvort einhver í hjörðinn er minni máttar, og þá er ekki að sökum að spyrja. Það verður því að viðurkennast að í lausagöngu fuglanna verða þeir einstaklingar sem minna mega sín oftar fyrir yfirgangi þeirra sterkari.

Erlendis virðist meiri þörf á notkun fúkkalyfja þar sem fuglar eru í lausagöngu þar sem þeir eru meira í snertingu við það sem frá þeim kemur á gólfin.
En það skal tekið fram hér að engin lyf eru notuð í okkar rekstri.

Því er trúað af ýmsum að brún egg séu hollari en þau hvítu en svo er alls ekki, innihaldið er nákvæmlega það sama. Brúni liturinn er kannski sálrænt í tengingu við sól og sælu sem í huga sumra er líklegara hollara en hvítt sem er eins og mjöll, og sakleysið sjálft.

En brúnir fuglar eru svolítið erfiðari, þ.e. afurðasemin er aðeins minni, þeir éta meira, varpið dvín fyrr, og líka gæði eggjanna sem frá þeim koma, þeir eru grimmari hver við annan þótt þeir séu gæfari en þeir hvítu.

Framundan er skoðun á því hvort farið verði í að framleiða lífræn egg, en til þess þarf að hugsa það ferli upp á nýtt og miða við íslenskar aðstæður, því veðurfarið hér er  ekki vænlegt fyrir mikla útiveru varphænsna nema með góðri aðstöðu.

 
Stjörnuegg grænn .jpg
Stjörnuegg_Bleikur.jpg
Stjörnuegg hvítur .jpg
Contact
bottom of page